Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Hrísgrjóna lasagna

Ég prufaði í kvöld nokkuð góðan rétt sem ég fékk frá frænku minni og verð ég að segja að hann var frábær og langar mér að gefa ykkur þessa uppskrift til að njóta.

 

1 bolli long grain hrísgrjón ( ós)

2 meðalstórar kjúklingabringur(án skinns, steiktar)

1 bolli laukur saxaður

1 bolli rauður og grænn bell pipar saxaður

1 bolli sveppir saxaðir

2 hvítlauksrif kramin

6 matsk tómatsósa

1 lítil dós tómatkraftur

2 tesk oreganó

2 tesk basil

1 ½ tesk svartur pipar

1 tesk salt

1 lítil dós kotasæla

½ bolli veggie slices

½ bolli fat free mozarella

 

Sjóddu hrísgrjónin eins og stendur á pakkanum. Hitaðu ofninn í 170°. Settu saxaðan kjúklinginn, laukinn, piparinn, sveppina og hvítlaukinn í pott á meðalhita og leyfðu því að mýkjast. Settu tómatsósuna, kraftinn, basil, oreganó, saltið og svarta piparinn saman og hrærðu vel. Settu helminginn af hrísgrjónunum í botninn á eldföstu móti og síðan helminginn af kjúklingahrærunni. Þar næst kemur helmingur af kotasælunni og ostunum. Endurtaktu. Stráðu ferskri steinselju yfir og bakaðu í ofni í 15 - 20 mínútur.

 

Verði ykkur að góðu!


Hamborgarabúlla Tomassar 4 stjörnur

Já þá er komið að fyrstu gagnrýninni hjá okkur en það er skyndibitastaður sem heitir ( Hamborgarabúlla Tómassar ).

En Tommi er guðfaðir skyndibitans á íslandi en hann stofnaði hinn frábæra (Tommaborgara) á sínum tíma og spurningin er hvort að staðurinn sé eins góður og í gamladaga eða hvað.

Þegar maður kemur inn á staðinn þá er eins og maður fari aftur í tíman eða inn á Hardrock minni en þetta heillaði mig ég pantaði mér beikonborgara og gos og fékk mér sæti í skemmtilegum sætum.

Ég tek það fram að ég varð að fara á alla staðina til að geta gefið rétta mynd af staðnum en það sem pirraði mig í hafnarfyrði er það að veggur sem greinilegt er settur upp fyrir krakka til að setja myndir og var gaman að skoða en þar hafa einhverjir sem eru að bjóða nudd (XXX) eða bögga vini sína sett upp númer og finnst mér það ekki hæfa á stað sem er fjölskyldustaður.

 En aftur að borgaranum sem kom nú eftir 5 mín eða svo þá var hann vel útílátin með frönskum og virkilega góðu.

Þjónustan var frábær á öllum stöðum og þrifalegt var á salernum og greinilegt er að metnaður er mikil að vera með allt á hreinu.

Gagnrýnandinn mælir með búllunni og gefur 4 stjörnur og vonar að aðrir hamborgarastaðir taki búlluna til fyrirmyndar.


Matargagnrýni á Veitingar og Skindibitastöðum

Góðan dag í dag langar mér að ræða við ykkur um veitinga og skyndibitastaði sem nóg er að hér á íslandi og hvað þá í henni reykjavík.

Ég er búinn að starfa sem kokkur síðan ég var 19 ára gamall og hef bæði eldað hér heima og erlendis og hefur oft komið mér á óvart gæði veitingahúsa og skyndibitastaða og þess vegna setti ég upp þetta blogg til að gagnrýna og veita aðhald og mun ég nafngreina veitingastaðina sem ég fer á og gefa stjörnur frá 0 sem er stjörnuhrap til 5 stjörnur sem er ( skær stjarna ) og á skilið alla okkar athygli.

Ég mun gagnrýna ; matinn.framsetningu,biðtíma,.þjónustulund og mun ég síðan gefa ykkur tækifæri á því að koma með ykkar athugasemdir hér að neðan.

Ég vona að þið þarna úti í blogg heimum hjálpið til að koma með aðhald á staðinna og látið mig vita ef þið finnið eitthvað sem þarf að laga hjá einhverjum stað sem þið farið á og skrifið það í gestabókina og við skoðum það,

Kveðja Gagnrýnandinn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband