Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

Úrbeinaður fylltur kjúklingur ( í kvöld )

Já þessa uppskrift fengum við senda alla leið frá Svíþjóð frá lesanda sem sagði mér að þetta væri það besta sem hann hafði smakkað og verður gaman að sjá í kvöld hvort að maður sé samála því.

Kjúlli er venjulega auðveldur í matreiðslu og mér sýnist að þessi sé það en gaman verður að taka tíman á þessu.

Endilega ef þið prufið þetta látið okkur vita með því að senda okkur tölvupóst á gagnrynandinn@yahoo.com

 

1 kjúklingur

 

Fars

150 gr hakkað svínakjöt

30 gr skorpulaust Fransbrauð skorið í teninga

1 egg

½ dl rjómi

½ tsk saxað rósmarín

½ tsk söxuð salvía

Hrærið vel saman Fransbrauði, kryddi, eggjum og rjóma í matvinnsluvél. Blandið svínahakkinu saman við og látið standa í kæli í 1 kls.

Fylling

50 gr kjúklingalifur

25 gr smjör

1 msk koníak

½ msk pistasíur

25 gr bananar

25 gr mangó

salt og pipar

 

Lifrin skorin í 1 cm bita og steikt í smjöri á pönnu og látin kólna í koníakinu. Þegar lifrin er orðin köld er ávöxtum og kryddi blandað saman við og að lokum öllu hrært saman við farsið.

Kjúklingurinn úrbeinaður frá bringu og öll bein hreinsuð úr honum. Kjúklingurinn flattur út á bretti og fyllingunni jafnað á hann, öllu rúllað upp, kjúklingurinn saumaður saman, penslaður með smjöri. Hann steiktur í ofni við 150°C þar til kjarnhiti er 75°C í miðju. Kjúklingurinn látinn jafna sig í ca 30 mín áður en hann er skorinn niður. Borinn fram með soðsósu með viðeigandi kryddi.


Lambaframpartur og Úrbeining á framparti ( kennsla )

Hér koma nokrar handhægra upplýsingar um Lambaframpart og Úrbeiningu.

Lambaframpartur

 

Lambaframpartur og aðrir hlutar lambsins er það kjötmeti sem landsmenn hafa þekkt best á undanförnum öldum og hefur verið svo þar til á síðastu áratugum 20 aldar.  Fyrr á öldum voru geymsluaðferðir aðrar heldur en nú tíðkast, um nýtt lambakjöt var ekki um að ræða nema í sláturtíð og ef um slátrun var að ræða á öðrum tímum einhverra hluta vegna.  Þær geymsluaðferðir sem mest voru notaðar voru söltun-, reyking og súrsun, og fór sú vinnsla fram í sláturtíð.  Þessar geymsluaðferðir eru þá ekki aflagðar með öllu, en í dag frekar notaðar til að ná fram ákveðnu bragði og er neyslan frekar bundin við ákveðna árstíma.

Kjötið af framparti er mýkra, safaríkara og styttra í því en kjöt af læri.  Frampartur af lambakjöti er hentugur í matargerð af ýmsum ástæðum.  Sennilega er súpukjöt í kjötsúpu einna þekktast allavega fyrr á árum.  Sagt hefur verið að kjötsúpan hafi haldið lífinu í þjóðinni á undan gengnum öldum, þegar sultur og kuldi sótti að.

Um það hvernig kjötsúpa er löguð er ekki til nein ákveðin aðferð önnur en að sjóða kjötið í súpunni, hvað sett er af grænmeti í súpuna eru ekki sömu efni notuð t.d. eftir landshlutum, og jafnvel ættum.  Oft á tíðum er kjötsúpa kölluð Eyvindur. 

Frampartur í smásteik er einnig mjög vinsæll réttur og til margar aðferðir við eldamennskuna eins og t.d. í ofnskúffu, á pönnu, á grill eða í pott.  Eins og nafnið bendir til er kjötið skorið smærra en t.d. í súpu.  Ef notuð er ofnskúffa eða pottur er gott að nota soðið í brúna sósu (má bæta við smá vatni í skúffuna).  Einnig er hægt að steikja frampart í heilu, (það er ½ frampartur) má þá ef til vill taka bringuna af og snyrta á annan hátt. 

Þegar úrbeinaðu frampartur er matreiddur er gott að krydda hann eða fylla með ávöxtum, einnig má setja bacone sem búið er að skera í smátt og létt steikja með, eða hvað annað sem hugurinn girnist.

Úrbeinaður frampartur, soðinn eða steiktur í sneiðum eða heilum rúllum hentar mjög vel mötuneytum því bæði nýtist allt kjötið og er miklu snyrtilegra í framreiðslu.

 

 

 

Úrbeining á framparti

 

 

Það er ekki vandasamt að úrbeina frampart, ef þið hafið beittan, oddmjóan og stuttan hníf.

Skerið niður með rifbeinunum og fjarlægið þau ásamt hryggjarbeinunum.

Snúið innihliðinni upp og skerið niður með herðablaðinu báðum megin og fjarlægið það. 

Snúið stykkinu við, skerið niður með skankanum, fjarlægið hann ásamt beininu, sem liggur milli hans og herðablaðsins.  Skerið frá fitu.

Kirtlar og sinar liggja upp með hásinum.  Fjarlægið þær.


Steikt rauðsprettuflök með rækjum og camerbert

 Já eins og stendur þá gefum við upp uppskriftir hér líka og eins og alla mánudaga þá er fiskur í matinn hjá mér og verður rauðspretta í kvöld og er þetta tilvalin réttur og er mér sagt að hann sé svakalega góður enda fékk ég uppskriftina frá lésanda sem býr á Akureyri og hann sagði mér að prufa þessa og ætla ég líka að deila henni með ykkur og er gott að fara í fiskikonginn og versla þar á frábæru verði.

Verði ykkur að góðu.

 

 

8 stk rauðsprettuflök

1 stk camerbertostur

2 dl fisksoð

2-3 dl rjómi

100 gr rækjur

salt og pipar

grænmetiskrydd

sítrónusafi

 

Steikið flökin á pönnu annaðhvort upp úr hveiti eða hveiti og eggi. Skerið camerbertostinn í sneiðar, leggið flökin saman tvö og tvö og setjið eina sneið af camerbertosti á milli, setjið flökin á fat. Hellið rjómanum og fiskisoðinu á pönnuna sem fiskurinn var steiktur á og hitið ásamt restinni af camerbertostinum, kryddið með salti, pipar, grænmetiskryddi og sítrónusafa. Hitið rækjurnar í sósunni og hellið henni yfir fiskinn. Berið fram með soðnum hrísgrjónum eða kartöflum og salati.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband