Leita í fréttum mbl.is

Hrísgrjóna lasagna

Ég prufaði í kvöld nokkuð góðan rétt sem ég fékk frá frænku minni og verð ég að segja að hann var frábær og langar mér að gefa ykkur þessa uppskrift til að njóta.

 

1 bolli long grain hrísgrjón ( ós)

2 meðalstórar kjúklingabringur(án skinns, steiktar)

1 bolli laukur saxaður

1 bolli rauður og grænn bell pipar saxaður

1 bolli sveppir saxaðir

2 hvítlauksrif kramin

6 matsk tómatsósa

1 lítil dós tómatkraftur

2 tesk oreganó

2 tesk basil

1 ½ tesk svartur pipar

1 tesk salt

1 lítil dós kotasæla

½ bolli veggie slices

½ bolli fat free mozarella

 

Sjóddu hrísgrjónin eins og stendur á pakkanum. Hitaðu ofninn í 170°. Settu saxaðan kjúklinginn, laukinn, piparinn, sveppina og hvítlaukinn í pott á meðalhita og leyfðu því að mýkjast. Settu tómatsósuna, kraftinn, basil, oreganó, saltið og svarta piparinn saman og hrærðu vel. Settu helminginn af hrísgrjónunum í botninn á eldföstu móti og síðan helminginn af kjúklingahrærunni. Þar næst kemur helmingur af kotasælunni og ostunum. Endurtaktu. Stráðu ferskri steinselju yfir og bakaðu í ofni í 15 - 20 mínútur.

 

Verði ykkur að góðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband