Leita ķ fréttum mbl.is
Embla

Lambaframpartur og Śrbeining į framparti ( kennsla )

Hér koma nokrar handhęgra upplżsingar um Lambaframpart og Śrbeiningu.

Lambaframpartur

 

Lambaframpartur og ašrir hlutar lambsins er žaš kjötmeti sem landsmenn hafa žekkt best į undanförnum öldum og hefur veriš svo žar til į sķšastu įratugum 20 aldar.  Fyrr į öldum voru geymsluašferšir ašrar heldur en nś tķškast, um nżtt lambakjöt var ekki um aš ręša nema ķ slįturtķš og ef um slįtrun var aš ręša į öšrum tķmum einhverra hluta vegna.  Žęr geymsluašferšir sem mest voru notašar voru söltun-, reyking og sśrsun, og fór sś vinnsla fram ķ slįturtķš.  Žessar geymsluašferšir eru žį ekki aflagšar meš öllu, en ķ dag frekar notašar til aš nį fram įkvešnu bragši og er neyslan frekar bundin viš įkvešna įrstķma.

Kjötiš af framparti er mżkra, safarķkara og styttra ķ žvķ en kjöt af lęri.  Frampartur af lambakjöti er hentugur ķ matargerš af żmsum įstęšum.  Sennilega er sśpukjöt ķ kjötsśpu einna žekktast allavega fyrr į įrum.  Sagt hefur veriš aš kjötsśpan hafi haldiš lķfinu ķ žjóšinni į undan gengnum öldum, žegar sultur og kuldi sótti aš.

Um žaš hvernig kjötsśpa er löguš er ekki til nein įkvešin ašferš önnur en aš sjóša kjötiš ķ sśpunni, hvaš sett er af gręnmeti ķ sśpuna eru ekki sömu efni notuš t.d. eftir landshlutum, og jafnvel ęttum.  Oft į tķšum er kjötsśpa kölluš Eyvindur. 

Frampartur ķ smįsteik er einnig mjög vinsęll réttur og til margar ašferšir viš eldamennskuna eins og t.d. ķ ofnskśffu, į pönnu, į grill eša ķ pott.  Eins og nafniš bendir til er kjötiš skoriš smęrra en t.d. ķ sśpu.  Ef notuš er ofnskśffa eša pottur er gott aš nota sošiš ķ brśna sósu (mį bęta viš smį vatni ķ skśffuna).  Einnig er hęgt aš steikja frampart ķ heilu, (žaš er ½ frampartur) mį žį ef til vill taka bringuna af og snyrta į annan hįtt. 

Žegar śrbeinašu frampartur er matreiddur er gott aš krydda hann eša fylla meš įvöxtum, einnig mį setja bacone sem bśiš er aš skera ķ smįtt og létt steikja meš, eša hvaš annaš sem hugurinn girnist.

Śrbeinašur frampartur, sošinn eša steiktur ķ sneišum eša heilum rśllum hentar mjög vel mötuneytum žvķ bęši nżtist allt kjötiš og er miklu snyrtilegra ķ framreišslu.

 

 

 

Śrbeining į framparti

 

 

Žaš er ekki vandasamt aš śrbeina frampart, ef žiš hafiš beittan, oddmjóan og stuttan hnķf.

Skeriš nišur meš rifbeinunum og fjarlęgiš žau įsamt hryggjarbeinunum.

Snśiš innihlišinni upp og skeriš nišur meš heršablašinu bįšum megin og fjarlęgiš žaš. 

Snśiš stykkinu viš, skeriš nišur meš skankanum, fjarlęgiš hann įsamt beininu, sem liggur milli hans og heršablašsins.  Skeriš frį fitu.

Kirtlar og sinar liggja upp meš hįsinum.  Fjarlęgiš žęr.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband