Leita í fréttum mbl.is

Lambaframpartur og Úrbeining á framparti ( kennsla )

Hér koma nokrar handhægra upplýsingar um Lambaframpart og Úrbeiningu.

Lambaframpartur

 

Lambaframpartur og aðrir hlutar lambsins er það kjötmeti sem landsmenn hafa þekkt best á undanförnum öldum og hefur verið svo þar til á síðastu áratugum 20 aldar.  Fyrr á öldum voru geymsluaðferðir aðrar heldur en nú tíðkast, um nýtt lambakjöt var ekki um að ræða nema í sláturtíð og ef um slátrun var að ræða á öðrum tímum einhverra hluta vegna.  Þær geymsluaðferðir sem mest voru notaðar voru söltun-, reyking og súrsun, og fór sú vinnsla fram í sláturtíð.  Þessar geymsluaðferðir eru þá ekki aflagðar með öllu, en í dag frekar notaðar til að ná fram ákveðnu bragði og er neyslan frekar bundin við ákveðna árstíma.

Kjötið af framparti er mýkra, safaríkara og styttra í því en kjöt af læri.  Frampartur af lambakjöti er hentugur í matargerð af ýmsum ástæðum.  Sennilega er súpukjöt í kjötsúpu einna þekktast allavega fyrr á árum.  Sagt hefur verið að kjötsúpan hafi haldið lífinu í þjóðinni á undan gengnum öldum, þegar sultur og kuldi sótti að.

Um það hvernig kjötsúpa er löguð er ekki til nein ákveðin aðferð önnur en að sjóða kjötið í súpunni, hvað sett er af grænmeti í súpuna eru ekki sömu efni notuð t.d. eftir landshlutum, og jafnvel ættum.  Oft á tíðum er kjötsúpa kölluð Eyvindur. 

Frampartur í smásteik er einnig mjög vinsæll réttur og til margar aðferðir við eldamennskuna eins og t.d. í ofnskúffu, á pönnu, á grill eða í pott.  Eins og nafnið bendir til er kjötið skorið smærra en t.d. í súpu.  Ef notuð er ofnskúffa eða pottur er gott að nota soðið í brúna sósu (má bæta við smá vatni í skúffuna).  Einnig er hægt að steikja frampart í heilu, (það er ½ frampartur) má þá ef til vill taka bringuna af og snyrta á annan hátt. 

Þegar úrbeinaðu frampartur er matreiddur er gott að krydda hann eða fylla með ávöxtum, einnig má setja bacone sem búið er að skera í smátt og létt steikja með, eða hvað annað sem hugurinn girnist.

Úrbeinaður frampartur, soðinn eða steiktur í sneiðum eða heilum rúllum hentar mjög vel mötuneytum því bæði nýtist allt kjötið og er miklu snyrtilegra í framreiðslu.

 

 

 

Úrbeining á framparti

 

 

Það er ekki vandasamt að úrbeina frampart, ef þið hafið beittan, oddmjóan og stuttan hníf.

Skerið niður með rifbeinunum og fjarlægið þau ásamt hryggjarbeinunum.

Snúið innihliðinni upp og skerið niður með herðablaðinu báðum megin og fjarlægið það. 

Snúið stykkinu við, skerið niður með skankanum, fjarlægið hann ásamt beininu, sem liggur milli hans og herðablaðsins.  Skerið frá fitu.

Kirtlar og sinar liggja upp með hásinum.  Fjarlægið þær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband