Leita í fréttum mbl.is

Steikt rauðsprettuflök með rækjum og camerbert

 Já eins og stendur þá gefum við upp uppskriftir hér líka og eins og alla mánudaga þá er fiskur í matinn hjá mér og verður rauðspretta í kvöld og er þetta tilvalin réttur og er mér sagt að hann sé svakalega góður enda fékk ég uppskriftina frá lésanda sem býr á Akureyri og hann sagði mér að prufa þessa og ætla ég líka að deila henni með ykkur og er gott að fara í fiskikonginn og versla þar á frábæru verði.

Verði ykkur að góðu.

 

 

8 stk rauðsprettuflök

1 stk camerbertostur

2 dl fisksoð

2-3 dl rjómi

100 gr rækjur

salt og pipar

grænmetiskrydd

sítrónusafi

 

Steikið flökin á pönnu annaðhvort upp úr hveiti eða hveiti og eggi. Skerið camerbertostinn í sneiðar, leggið flökin saman tvö og tvö og setjið eina sneið af camerbertosti á milli, setjið flökin á fat. Hellið rjómanum og fiskisoðinu á pönnuna sem fiskurinn var steiktur á og hitið ásamt restinni af camerbertostinum, kryddið með salti, pipar, grænmetiskryddi og sítrónusafa. Hitið rækjurnar í sósunni og hellið henni yfir fiskinn. Berið fram með soðnum hrísgrjónum eða kartöflum og salati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband