Leita í fréttum mbl.is

Úrbeinaður fylltur kjúklingur ( í kvöld )

Já þessa uppskrift fengum við senda alla leið frá Svíþjóð frá lesanda sem sagði mér að þetta væri það besta sem hann hafði smakkað og verður gaman að sjá í kvöld hvort að maður sé samála því.

Kjúlli er venjulega auðveldur í matreiðslu og mér sýnist að þessi sé það en gaman verður að taka tíman á þessu.

Endilega ef þið prufið þetta látið okkur vita með því að senda okkur tölvupóst á gagnrynandinn@yahoo.com

 

1 kjúklingur

 

Fars

150 gr hakkað svínakjöt

30 gr skorpulaust Fransbrauð skorið í teninga

1 egg

½ dl rjómi

½ tsk saxað rósmarín

½ tsk söxuð salvía

Hrærið vel saman Fransbrauði, kryddi, eggjum og rjóma í matvinnsluvél. Blandið svínahakkinu saman við og látið standa í kæli í 1 kls.

Fylling

50 gr kjúklingalifur

25 gr smjör

1 msk koníak

½ msk pistasíur

25 gr bananar

25 gr mangó

salt og pipar

 

Lifrin skorin í 1 cm bita og steikt í smjöri á pönnu og látin kólna í koníakinu. Þegar lifrin er orðin köld er ávöxtum og kryddi blandað saman við og að lokum öllu hrært saman við farsið.

Kjúklingurinn úrbeinaður frá bringu og öll bein hreinsuð úr honum. Kjúklingurinn flattur út á bretti og fyllingunni jafnað á hann, öllu rúllað upp, kjúklingurinn saumaður saman, penslaður með smjöri. Hann steiktur í ofni við 150°C þar til kjarnhiti er 75°C í miðju. Kjúklingurinn látinn jafna sig í ca 30 mín áður en hann er skorinn niður. Borinn fram með soðsósu með viðeigandi kryddi.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband