Leita í fréttum mbl.is

Hamborgarabúlla Tomassar 4 stjörnur

Já þá er komið að fyrstu gagnrýninni hjá okkur en það er skyndibitastaður sem heitir ( Hamborgarabúlla Tómassar ).

En Tommi er guðfaðir skyndibitans á íslandi en hann stofnaði hinn frábæra (Tommaborgara) á sínum tíma og spurningin er hvort að staðurinn sé eins góður og í gamladaga eða hvað.

Þegar maður kemur inn á staðinn þá er eins og maður fari aftur í tíman eða inn á Hardrock minni en þetta heillaði mig ég pantaði mér beikonborgara og gos og fékk mér sæti í skemmtilegum sætum.

Ég tek það fram að ég varð að fara á alla staðina til að geta gefið rétta mynd af staðnum en það sem pirraði mig í hafnarfyrði er það að veggur sem greinilegt er settur upp fyrir krakka til að setja myndir og var gaman að skoða en þar hafa einhverjir sem eru að bjóða nudd (XXX) eða bögga vini sína sett upp númer og finnst mér það ekki hæfa á stað sem er fjölskyldustaður.

 En aftur að borgaranum sem kom nú eftir 5 mín eða svo þá var hann vel útílátin með frönskum og virkilega góðu.

Þjónustan var frábær á öllum stöðum og þrifalegt var á salernum og greinilegt er að metnaður er mikil að vera með allt á hreinu.

Gagnrýnandinn mælir með búllunni og gefur 4 stjörnur og vonar að aðrir hamborgarastaðir taki búlluna til fyrirmyndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband